Flensborg

Skrifstofa skólans

Skrifstofa skólans er opin frá kl. 08:00-15:30 mánudaga - fimmtudaga, en frá kl.08:00-14:30 á föstudögum.

Skólahúsnæðið sjálft er opið frá kl.08:00-16:00

Utan þess tíma er hægt að senda tölvupóst á skrifstofa@flensborg.is eða á flensborg@flensborg.is

Þarftu hjálp náms- og starfsráðgjafa?

Smelltu á textann að ofan til að panta tíma hjá Helgu eða Sunnu.
Náms- og starfsráðgjafar aðstoða nemendur meðal annars við að skipuleggja sig í námi, við val fyrir næstu önn og standa vörð um velferð nemenda.

Rannveig Klara, nemenda og kennsluráðgjafi skólans heldur utan um greiningar nemenda og sérúrræði í námi. Viðtalstímar Rannveigar Klöru má finna hér.

COVID-19 Upplýsingar um skólahald

Hér má finna:

  • reglur um sóttvarnir / smitgát og einkennavarúð
  • mynd af skólanum og skiptingu í sóttvarnarhólf
  • verkferla um hvernig bragðast skuli um smit í hópi nemenda eða starfsfólks
  • stokkatöflu haustannar 2021

Gagnlegar leiðbeiningar

Hér má sjá leiðbeiningar um INNU námskerfi skólans. Einnig um Office-pakkann sem er opinn öllum nemendum skólans, helstu vinnsluaðgerðum í word og gagnlegar upplýsingar um uppsetningu ritgerða og skilaverkefna.

 

 

Íþróttaafrekssvið

Flensborgarskólinn í Hafnarfirði starfrækir íþróttaafrekssvið í samstarfi við íþróttafélögin.

Í dag eru 226 nemendur skráðir á íþróttaafrekssvið samhliða námi á stúdentsbrautum.

Opnir viðtalstímar hjá Díönu í viðtalsherberginu í Hamri á þriðjudögum klukkan 12:00 - 13:15.

Skóladagatal

Skóladagatal haustannar 2021 má finna hér.

Vetrarfrí á haustönn 2021 er dagana 14. og 15. október.

Hænur, hundar og hringdans

Nú eru ferðalangarnir, sem tóku þátt í Erasmus-viku í Rúmeníu, komnir heim. Þar tóku þeir þátt í verkefni um líffjölbreytileika ásamt fleiri þjóðum. Fulltrúar Flensborgarskólans voru þau Andri Freyr, Ásthildur Emelía, Elísabet Anna, Ísak Leví, Stella Hrund og Viktor Leví. Þau voru virkilega verðugir fulltrúar og framkoma þeirra var alls staðar til fyrirmyndar. Einlægni þeirra og jákvætt viðhorf vakti sérlega athygli. Hólmfríður og Ásrún, Flensborgarkennarar, fylgdu hópnum. ... lesa meira

Líffjölbreytileiki í fortíð, nútíð og framtíð

Nú höfum við kvatt ferðalangana sem hingað komu í tengslum við Erasmus-verkefnið Líffjölbreytileiki í fortíð, nútíð og framtíð. Ferðin var í alla staði vel heppnuð. Gestirnir okkar frá Rúmeníu, Ítalíu, Spáni og Frakklandi voru uppnumdir af íslenskri náttúru og dásömuðu gestrisni íslenska hópsins. Það viðraði vel en sem betur fer fengu ferðamennirnir að upplifa íslenskt rok og rigningu. Fyrsta stopp hópsins var á Búðum, þá var gengið frá Arnarstapa yfir á Hellna þar sem snætt var nesti. Á Malarrifi var tekið á móti okkur á gestastofunni, þjóðgarðurinn kynntur og svo var gengið undir Snæfellsjökli.... lesa meira

Afmælisvika

Í dag, 1. október, fagnar skólinn 1️39 ára afmæli sínu. Af því tilefni var sannkölluð afmælisvika í húsinu. Flensborgarskólinn er með elstu starfandi skólum á Íslandi en hefur tekið margvíslegum breytingum í áranna rás. Í dag erum við öflugt skólasamfélag, skapandi og frjó í kennsluháttum, leiðandi skóli í heilsueflingu og í óðaönn við að innleiða græn skref.... lesa meira

Fleiri fréttir
Heilsueflandi skóli

Flensborgarskólinn er heilsueflandi framhaldsskóli, tekur þátt í grænum skrefum og er grænfána skóli.