- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
Kæru nemendur og foreldrar,
Við erum farin að huga að annarlokum og í því samhengi er vert að minna á mikilvægi þess að mæta vel, taka þátt í verkefnavinnu í tímum, skila verkefnum og taka þau hlutapróf sem nú eru í gangi í kennslustundum. Allar upplýsingar um námið má finna í INNU, undir hverjum og einum áfanga, og þá eru verkefni þar einnig, ásamt tilfallandi lesefni eða leiðbeiningum þar um. Hér má sjá nýjustu Flensborgarfréttir þar sem farið er yfir það helsta sem framundan, þ.á m. helstu dagsetningar er snúa að þessum síðustu vikum og próftímabilinu í desember. Þá má einnig finna allar helstu upplýsingar um skólastarfið á heimasíðu skólans.
Gangi ykkur öllum vel á lokasprettinum!