- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
Opnað verður fyrir einkunnir í fyrramálið, þriðjudaginn 16. desember kl. 09:00. Prófsýning fer síðan fram í framhaldinu, eða frá kl. 11:30 – 13:00, og gefst þá nemendum tækifæri til að koma og skoða próf og/eða lokaverkefni og fara yfir með kennurum sínum ef eitthvað er.
Útskrift fer síðan fram föstudaginn 19. desember kl. 14:00 en þá verða 37 nemendur brautskráðir frá skólanum. Við þá hátíðlegu athöfn verður haustönninni slitið en skólastarf hefst að nýju þriðjudaginn 6. janúar á nýju ári. Allar nánari upplýsingar um fyrstu dagana, stundatöflur og fleira koma þegar nær dregur en einnig má ávallt finna allt um skólastarfið á vefsíðu skólans, flensborg.is. Þá minnum við á greiðslu skólagjalda en eindagi þeirra er föstudaginn 19. desember.
Kærar kveðjur til ykkar í aðdraganda jóla.