Samstarfsyfirlýsing um farsæld barna
09.10.2025
Í síðustu viku skrifuðu bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Flensborgarskólinn og Tækniskólinn, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins undir samstarfsyfirlýsingu vegna barna í viðkvæmri stöðu. Markmiðið er að fyrrnefndir aðilar vinni saman til að stuðla að farsæld fyrir börn sem eru í viðkvæmri stöðu í Hafnarfirði og draga þannig úr líkum á ítrekuðu ofbeldi.